Kristbjörg Sigtryggsdóttir
Elliot heilgalli
Elliot heilgalli
Couldn't load pickup availability
Elliot heilgalli er prjónaður ofan frá og niður, fram og til baka niður að klofbót en þá er hann tengdur saman og prjónaður í hring niður að skálmum.
Berustykkið er munstrað og er munsturumferðin prjónuð á röngunni.
Gallinn er með laskaútaukningu.
Stærðir:
Newborn / 3-6 mánaða / 6-9 mánaða / 9-12 mánaða / 1-2 ára
Ummál á búk: ca
50 cm / 55 cm / 58 cm / 60 cm / 65 cm
Garn:
Duo Sandnes eða annað sambærilegt sem gefur sömu prjónfestu
Prjónfesta:
22L = 10 cm í sléttprjóni
Það sem þarf við höndina:
Hringprjón 3.5 (40 cm fyrir stærðir 1, 2 og 3 og 60 cm fyrir stærðir 4 og 5)
Sokkaprjónar eða crazytrio nr.3.5
nál til frágangs, prjónamerki, tölur, hjálparprjónn
Hentar vel byrjendum í prjóni og fyrir þá sem vilja prjóna munstraðan heilgalla í fyrsta skipti
Uppskriftin sendist í PDF formi í gegnum tölvupóst



