Elliot heilgalli
Elliot heilgalli
Elliot heilgalli er prjónaður ofan frá og niður, fram og til baka niður að klofbót en þá er hann tengdur saman og prjónaður í hring niður að skálmum.
Berustykkið er munstrað og er munsturumferðin prjónuð á röngunni.
Gallinn er með laskaútaukningu.
Stærðir:
Newborn / 3-6 mánaða / 6-9 mánaða / 9-12 mánaða / 1-2 ára
Ummál á búk: ca
50 cm / 55 cm / 58 cm / 60 cm / 65 cm
Garn:
Duo Sandnes eða annað sambærilegt sem gefur sömu prjónfestu
Prjónfesta:
22L = 10 cm í sléttprjóni
Það sem þarf við höndina:
Hringprjón 3.5 (40 cm fyrir stærðir 1, 2 og 3 og 60 cm fyrir stærðir 4 og 5)
Sokkaprjónar eða crazytrio nr.3.5
nál til frágangs, prjónamerki, tölur, hjálparprjónn
Hentar vel byrjendum í prjóni og fyrir þá sem vilja prjóna munstraðan heilgalla í fyrsta skipti
Uppskriftin sendist í PDF formi í gegnum tölvupóst