Guðný Ósk Þórðardóttir
Kamillu kjóll
Kamillu kjóll
Couldn't load pickup availability
Kamillu kjóll er prjónaður í hring ofan frá og niður í sléttprjóni. Fallegt mynstur er á pilsi og neðst á ermum. Hálsmálið og allar affellingar eru prjónaðar með i-cord aðferðinni sem gefur fallegan svip á kjólinn. Uppskriftin er með valmöguleika fyrir síðar ermar og stuttar ermar á kjólnum.
Stærðir
0-1 mán (1-3 mán) 3-6 mán (6-9 mán) 9-12 mán (12-18 mán) 18-24 mán
Ummál bols fyrir ofan pils
49 (51) 54 (56) 58 (60) 62 cm
Sídd á pilsi
18 (20) 22 (26) 28 (30) 32 cm
Prjónfesta
28 lykkjur = 10cm í sléttprjóni á 3 mm prjóna
Prjónar
3 mm hringprjónar 40-60 cm
3 mm sokkaprjónar eða 60 cm/80 cm hringprjónn fyrir magic loop aðferðina.
Annað sem þarf
Prjónamerki
Nál til að ganga frá endum
Næla/hjálparband til að geyma ermalykkjur
Tillaga að garni
My Time Merino frá Vetrargarn - (50gr/230m)
100 (150) 150 (200) 200 (250) 250gr
Uppskriftin sendist í PDF formi í gegnum tölvupóst



