Guðný Ósk Þórðardóttir
Pálína heimferðarsett
Pálína heimferðarsett
Couldn't load pickup availability
Pálína heimferðarsett samanstendur af peysu, buxum, húfu og sokkum. Peysan, buxurnar og sokkarnir eru prjónaðar ofan frá og niður, húfan er prjónið neðan frá og upp. Á öllum flíkunum er sama mynstrið sem einkennir Pálínu línuna. Mynstrið er gatamynstur sem er fallegt en samt sem áður einfalt.
Peysa:
Stærðir: 0-1 mán (1-3 mán) 3-6 mán (6-9 mán) 9-12 mán (12-18 mán) 18-24 mán
Ummál: 45 cm (49 cm) 53 cm (55 cm) 58 cm (62 cm) 66 cm
Garnmagn: 100gr (100gr) 100gr (100gr) 100gr (150gr) 150gr
Buxur:
Stærðir: 0-1 mán (1-3 mán) 3-6 mán (6-9 mán) 9-12 mán (12-18 mán) 18-24 mán
Ummál: 39 cm (43 cm) 46 cm (50 cm) 50 cm (54 cm) 54 cm
Garnmagn: 100gr (100gr) 100gr (100gr) 100gr (100gr) 100gr
Húfa:
Stærðir: 0-1 mán (1-3 mán) 3-6 mán (6-9 mán) 9-12 mán (1-2 ára)
Ummál: 34 cm (36 cm) 39 cm (41 cm) 45 cm (48 cm)
Garnmagn: 50gr í allar stærðir
Sokkar:
Stærðir: 1-3 mánaða (4-9 mánaða) 9-12 mánaða (1-2 ára)
Lengd á sokkum: 11 cm (12 cm) 13 cm (14 cm)
Passar skóstærðum 16-17 (18-19) 20-21 (22-23)
Garnmagn: 50gr í allar stærðir
Tillaga að garni:
Sunday frá Sandnes garn - (50gr/235m)
Athugið að ef annað garn er valið, gæti það haft áhrif á garnmagn.
Prjónastærð
3mm hringprjónar 40cm og/eða 60cm
3mm sokkaprjónar eða 60cm/80cm hringprjónn fyrir magic loop aðferðina
Prjónfesta
28L = 10cm á prjóna nr. 3
Annað sem þarf
Prjónamerki (í tveimur litum fyrir húfuna)
Nál til frágangs
Hjálparband eða næla
Teygja í buxnastreng
7-12 tölur (ø 12-13mm)
Uppskriftin sendist í PDF formi í gegnum tölvupóst.

