Pálína opin peysa
Pálína opin peysa
Pálína opin peysa er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður. Laskaútaukning er á berustykki og einfalt gatamynstur neðst á peysunni. Hálsmálið og affelling er gert með I-cord aðferðinni sem gefur fallegan svip á peysuna.
Stærðir
0-1 mán (1-3 mán) 3-6 mán (6-9 mán) 9-12 mán (12-18 mán) 18-24 mán
Ummál bols
48 (51) 54 (57) 61 (64) 67 cm
Garn
Sunday frá Sandnes (50gr/235m)
100gr (100gr) 100gr (100gr) 100gr (150gr) 150gr
Athugið að ef annað garn er valið, gæti það haft áhrif á garnmagn.
Prjónastærð
3mm hringprjónar 40cm/60cm
3mm sokkaprjónar eða 60cm/80cm hringprjónn fyrir magic loop aðferðina
Prjónfesta
28L = 10cm á prjóna nr. 3
Annað sem þarf
Prjónamerki
Nál til frágangs
Hjálparband eða næla til að geyma ermalykkjur á
7-12 tölur (ø 12-13 mm)
Uppskriftin sendist í PDF formi í gegnum tölvupóst.