Svanga Lirfan
Svanga Lirfan
Svanga lirfan er lokuð peysa sem er prjónuð ofan frá í hring. Kosturinn við peysuna er að hún er fljótprjónuð með sléttu prjóni, hringaútaukningu í berustykki og síðan eru brugðnar umferðir með jöfnu millibili niður peysuna til þess að gefa fallega áferð. Til þess að gera peysuna sparilegri er hægt að prjóna glitþráð með brugðnu umferðunum og í stroffi. Ermar eru prjónaðar ofan frá í hring út frá berustykki.
Stærðir
3-6 mán / 6-9 mán / 9-12 mán / 1-2 ára / 2-3 ára / 3-4 ára / 4-5 ára / 5-6 ára / 7 ára / 8 ára
Ummál bols
51 / 53 / 55 / 58 / 63 / 65 / 66 / 68 / 72 / 74 cm
Garn
Duo frá Sandnes eða annað sambærilegt garn sem passar inní prjónfestuna 150 / 150 / 200 / 200 / 200 / 250 / 250 / 300 / 300 / 300 gr
Glitþráð ef vill 50g í öllum stærðum
Prjónar
Hringprjón nr. 4 (40 cm og 60 eða 80 cm), sokkaprjónar eða crazy trio nr. 4 nema notuð sé magic loop aðferðin
Prjónfesta
22L = 10cm á prjóna nr. 4
Hentar vel byrjendum í prjóni
Uppskriftin sendist í PDF formi í gegnum tölvupóst